Átta verðlaun í höfn í dag

Árangur var helstur þessi síðari hluta annars keppnisdags:
 
Snorri Sigurðsson varð 5. í 1500 m hlaupi á 4:03,45 mín., á nýju persónulegu meti.
 
Óðinn Björn Þorsteinsson varð fjórði í kringlukasti með 50,14 m, aðeins 16 cm frá verðlaunasæti, en hann keppti síðast í kringlukasti fyrir fjórum árum síðan.
 
Í hástökki kvenna urður þær Sveinbjörg Zoponíasdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir í fjórða og fimmta sæti en þær stukku yfir 1,68 m og 1,65 m.
 
Báðir keppendur komust auðveldlega í úrslit 200 m hlaupsins sem verður á laugardag. Hafdís Sigurðardóttir kom í mark á 24,27 sek (meðv. 0,5)  og varð fyrst í sínm riðli. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir kom í mark á 24,93 (meðv. 1,0) og varð önnur í sínum riðli.
 
Hægt er að sjá öll úrslit leikanna hér: http://www.luxembourg2013.lu/program_en.htm

FRÍ Author