Sex ungmenni á Juniorengala í Mannheim

Allir þessir keppendur stefna á lágmörk fyrir HM 19 ára og yngri sem verður í Barcelona um miðjan júlí nk., en aðeins Aníta hefur náð lágmarkinu. Hilmar Örn sem hefur varla tekið fram sleggjuna án þess að bæta sig og er líklegur til að bæta metið í sínum aldursflokki á mótinu. Aníta hefur verið í mikilli framför og þrátt fyrir ungan aldur gæti hún sett landsmet í 800 m hlaupi á sunnudag þegar hún keppir.

Nánari upplýsingar um tímaseðil o.fl. er hægt að nálgast á heimasíðu mótins hér.

Sexmenningarnir eru með reynsluboltana Þóreyju Eddu Elísdóttur og Pétur Guðmundsson sér til halds og traust. Þórey getur veitt frekari upplýsingar sé þess óskað í síma 663-1863.

Það er FRÍ í samstarfi við Frjálsíþróttasamband Þýskalands sem skipuleggja för þessara keppenda, en þeir bjóða okkur til þátttöku.

FRÍ Author