Sex keppendur á Evrópubikar í fjölþrautum

Sveinbjörg Zophoníasdóttir, Ásgerður Jana Ágústsdóttir og Irma Gunnarsdóttir í kvennaflokki. Í karlaflokki keppa: Ingi Rúnar Kristinsson, Hermann Þór Haraldsson og Krister Blær Jónsson.
 
Þau hafa öll verið í mikilli framför undanfarið og bættu sinn árangur flest á nýafstöðnu Norðurlandameistaramóti í fjölþrautum sem fram fór í Kópavogi í síðasta mánuði.
 
Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Madeira um helgina á heimasíðu mótsins hér.
 
Keppni hefst kl. 9 á laugardag og stendur fram eftir degi.

FRÍ Author