Sex keppa á opna danska meistaramótinu um helgina

Sex íslenskir frjálsíþróttamenn taka þátt í opna danska meistaramótinu í Skive um helgina.
 
Þetta eru eftirfarandi íþróttamenn:
* Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, sem keppir í 200m og 400m.
* Bjartmar Örnuson UFA, sem keppir í 400m og 800m.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, sem keppir í langstökki, 60m og 200m.
* Jóhanna Ingadóttir ÍR, sem keppir í langstökki og þrístökki.
* Kristinn Torfason FH, sem keppir í langstökki.
* Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, sem keppir í 60m og 60m grindahlaupi.
 
Mótið hefst á morgun og líkur á sunnudaginn og er bent nánari upplýsingar á heimasíðu DAF hér
 
Jóhanna Ingadóttir ÍR ætlar sér örugglega að gera atlögu að íslandsmetinu í þrístökki kvenna, en hún stökk 12,80 metra í Bikarkeppni FRÍ sl. laugardag, en metið er 12,83 metrar (Mynd: Hafsteinn Óskarsson).
 

FRÍ Author