Sex mótsmet í Laugardalnum um helgina

Penni

2

min lestur

Deila

Sex mótsmet í Laugardalnum um helgina

Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll. Sex mótsmet féllu, eitt aldursflokkamet auk þess sem ein náði lágmarki á EM U18. Lið HSK/Selfoss sigraði í stigakeppni félagsliða.

Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) náði lágmarki á Evrópumeistaramót U18 í 200m hlaupi í dag. Hún hljóp á tímanum 25,05 sek. Hún vann til fjögurra gullverðlauna á mótinu; 60m, 200m, 400m og hástökk.

Karl Sören Theodórsson (Ármann) bætti mótsmetið í stangarstökk pilta 15 í gær. Hann stökk hæst 3.51 m. Fyrra metið var 3,50 m. sem Óskar Markús Ólafsson (Afturelding) setti árið 2010.

Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) bætti bæði mótsmetið og aldursflokkametið í 2000m pilta 15 ára í gær. Hann hljóp á tímanum 6:31,27 mín. Fyrra mótsmetið var 6:41,78 mín. sem Hilmar Ingi Bernharðsson (ÍR) setti árið 2023. Fyrra aldursflokkametið átti Kjartan Óli Ágústsson og var tíminn 6:35,96 mín.

Tobías Þórarinn Matharel (UFA) bætti mótsmetið í langstökk pilta 15 ára og þrístökki pilta 15 ára. Í langstökki stökk hann lengst 6,23 m. Fyrra metið var 6,17 m. sem Rafn Árnason (Afturelding) setti árið 1995. Í þrístökki stökk hann lengst 12,92 m. Fyrra metið var 12,53 m. sem Bjarki Páll Eysteinsson (Breiðablik) setti árið 2001

Júlía Kristín Jóhannesdóttir bætti mótsmetið í grindahlaupi stúlkna 18-19 ára í gær. Hún hljóp á tímanum 8,69 sek. Fyrra metið var 8,76 sem Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) setti árið 2021. Hún vann til fjögurra gullverðlauna á mótinu; 60m, 60m grindahlaup, 200m og langstökk.

Birta María Haraldsdóttir (FH) bætti mótsmetið í hástökki stúlkna 20-22 ára í dag. Hún stökk hæst 1,74. Fyrra metið var 1,72 sem Þórdís Eva Steinsdóttir setti árið 2021.

Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði í stigarkeppni félagsliða með miklum yfirburðum og hlutu þau alls 320,5 stig. ÍR varð í öðru sæti með 257,5 stig og lið Breiðabliks í því þriðja með 245,5 stig.

Heildarúrslit stigakeppninar má finna hér.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Sex mótsmet í Laugardalnum um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit