Sex Íslendingar keppa á Copenhagen Athletics Games

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sex Íslendingar keppa á Copenhagen Athletics Games

Á morgun, miðvikudaginn 7. júní, fara fram Copenhagen Athletics Games á Østerbro Stadion í Danmörku. Mótið er World Athletics Continental Tour Bronze mót og því flokkað sem C mót. Mótið er því gríðarlega sterkt og veitir góð auka stig fyrir stöðu á heimslista fyrir komandi stórmót. Það eru stór nöfn á keppendalistanum í ár eins og fyrrum heimsmeistarinn í 100m grirndahlaupi kvenna, Nia Ali frá Bandaríkjunum og silfurverðlaunahafinn í 100m hlaupi frá HM í Eugene 2022, Marvin Bracy frá Bandaríkjunum.

Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) tekur sprett tvennuna 100m og 200m á mótinu og er hann í frábæru formi. Hann jafnaði á laugardag Íslandsmetið í 100m hlaupi, 10,51 sek. og bætti nýverið eigið met í 200m 20,91 sek. Það má því búast við hörku hlaupum frá honum.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) hleypur 200m en hún náði lágmarkinu í greininni á EM U23 á NM sama velli. Hún hljóp á tímanum 23,98 sek. sem er hennar ársbesti tími.

Aníta Hinriksdóttir (FH) er á meðal keppenda í 800m hlaupi. Hún á best 2:04,94 mín. í ár sem hún hljóp innanhúss í febrúar. Utanhúss opnaði hún tímabilið sitt á 2:05,73 mín. í lok maí.

Irma Gunnarsdóttir (FH) og Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) verða á meðal keppenda í langstökki kvenna. Irma hefur byrjað tímabilið stórkostlega og bætti nýverið Íslandsmetið í þrístökki utanhúss og er einnig í frábæru langstökksformi. Hún bætti sinn árangur í greininni á Selfossi í miðjan maí er hún stökk 6,40m. Birna átti frábært innanhúss tímabil þar sem hún stökk lengst 6,11m. Í sumar er hún búin að fara lengst 5,95m.

Daníel Ingi Egilsson (FH) heldur áfram að lengja sig í langstökki en hann bætti sinn persónulega árangur í greininni á Trond Mohn Games um síðustu helgi þar sem hann stökk 7,61m. Hann verður á meðal keppenda í greininni og hefur líkt og Irma, einnig verið að gera frábæra hluti í þrístökki.

Dagskrá íslensku keppendana:

Irma G. og Birna Kristín | Langstökk | 16:05

Kolbeinn Höður | 100m | 16:44

Aníta H. | 800m | 17:30

Daníel Ingi | Langstökk | 17:35

Kolbeinn Höður | 100m úrslit | 18:13

Guðbjörg Jóna | 200m | 18:40

Kolbeinn Höður | 200m | 18:45

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sex Íslendingar keppa á Copenhagen Athletics Games

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit