Þann 28. maí fer fram boðsmótið Selfoss Classic – 75 ára afmælismót FRÍ á Selfossvelli. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki mun keppa ásamt sterkum erlendum keppendum. Vésteinn Hafsteinsson, fyrrum Íslandsmethafi í kringlukasti, mætir með strákana sína, Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.
Það verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast því hvernig líf og þjálfun afreksíþróttamanns er háttað. Vésteinn mun halda fyrirlestur um afreksþjálfun, það verður opin æfing með Ståhl og Pettersson þar sem fólk getur séð hvernig þeir æfa og spurt spurninga. Einnig verður hægt að fá eiginhandaáritanir og verður blaðamannafundur fyrir fjölmiðla. Nánari upplýsingar varðandi dagskrá koma síðar.
Live Stream
Hægt er að horfa á streymi hér.
Frá Selfossi að Ólympíugulli – fyrirlestur
Vésteinn Hafsteinsson, sem tekið hefur þátt í 10 Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims, heldur fyrirlestur um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir.
Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi 26. maí klukkan 18:00
Opnar æfingar
Miðvikud 25.maí kl 17 – Lyftingaæfing í Selfosshöllinni
Fimmtud 26.maí kl 10 – Kastæfing á Selfossvelli
Fimmtud 26.maí kl 15.30 Lyftingaæfing í Selfosshöllinni
Hér má sjá drög að tímaseðli:
KL | Grein | Kyn |
---|---|---|
12:00 | Sleggjukast | Blandað |
13:00 | Hástökk | Konur |
13:20 | 100m | Karlar / U18 piltar |
13:30 | 100m | Konur / U18 stúlkur |
13:30 | Langstökk | Blandað |
14:00 | 1500m | Karlar |
14:15 | Kringlukast | Karlar |
14:20 | 200m | Karlar |