Seinni keppnisdagur í Tallinn, Íslenska kvennaliðið í 6. sæti

Árangur í einstökum greinum hjá stelpunum í dag:
* Ásdís Hjálmsdóttir, 3. sæti í kúluvarpi með 13,81 metra (18 sm frá PB).
* Silja Úlfarsdóttir, 4. sæti í 200m á 24,52s ( 2,0), besti árangur Silju í tvö ár.
* Fríða Rún Þórðardóttir, 5.sæti í 5000m á 17:26,84 mín (5 sek. frá PB).
* Guðrún María Pétursdóttir, 5-6. sæti í hástökki með 1,70 metrar (1 sm frá PB).
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 6. sæti í 1500m á 4:38,79 mín (6 sek. bæting).
* Hafdís Sigurðardóttir, 6. sæti í langstökki með 5,97m ( 3,1). Hafdís var aðeins 1 sm frá 5. sætinu og 4 sm frá 4. sæti. Besti árangur Hafdísar, en meðvindur yfir leyfilegum mörkum.
* Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir, 7. sæti í sleggjukasti með 47,93 metra, sem er nálægt hennar besta í ár.
* Linda Björk Lárusdóttir, 8. sæti í 100m grind á 14,90 sek.( 3,0). Besti árangur Lindu, en meðvindur yfir leyfilegu mörkum.
* 4x400m boðhlaup: Sveit Íslands í 7. sæti á 4:52,16 mín (meðaltalstími 58,04 sek.).
Sveitina skipuðu þær Arndís María Einarsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Herdís Helga Arnalds.
 
Karlaliðið átti afur á mótið frekar slakann dag í dag og enduðu í 7. sæti með 55 stig, 10 stigum á undan Luxemborg, en 24 stigum á eftir Litháen sem varð í 6. sæti. Heimamenn, Eistar sigruðu með 126 stigum og Lettland varð í öðru sæti með 122 stig.
 
Bestum árangri karlaliðsins í dag náði Kári Steinn Karlsson, en hann varð í 3. sæti í 3000m hlaupi á 8:16,09 mín, sem er bæting og nýtt ungkarlamet, en hann átti gamla metið sem var 8:16,82 mín frá sl. ári.
Árangur annarra keppenda karlaliðsins í keppnisgreinum dagsins:
* Jón Ásgrímsson varð í 6. sæti í spjótkasti með 63,83 metra.
* Stefán Guðmundsson varð í 6. sæti í 3000m hindrum á 9:16,08 mín (5 sek. frá PB).
* Björgvin Víkingsson varð í 7. sæti í 110m grind á 15,14 sek. (PB, en meðvindur 5,0).
* Bjarni Malmquist Jónsson varð í 7. sæti í þrístökki með 14,00 metra ( 2,9).
* Pétur Guðmundsson varð í 7. sæti í kringlukasti með 43,63 metra.
* Þorbergur Ingi Jónsson varð í 8. sæti í 800m á 1:57,58 mín.
* Óli Tómas Freysson meiddist í 200m hlaupinu, en skokkaði í mark fyrir stigið.
* Bjarki Gíslason felldi byrjunarhæð sína í stangarstökki 4,35 metra.
* 4x400m boðhlaup: Sveit Íslands í 7. sæti á 4:17,42 mín (meðaltalstími 49,35 sek.).
Sveitina skipuðu þeir Bjarki Gíslason, Björgvin Víkingsson, Trausti Stefánsson og Sveinn Elías Elíasson.
 
Það sem stendur uppúr frá mótinu um helgina er að sjálfsögðu Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti í gær, en hún kastaði 57,49 metra og náði lágmarki fyrir Ólympíleikana og stórbæting Írisar Önnu Skúladóttur á Íslandsmeti sínu í 3000m hindrunarhlaupi. Þá náðu fjórir íslenskir keppendur 1. sæti í gær, en langt er síðan svo margir sigrar hafa unnist í Evrópubikarkeppni.
 
Heildarúrslit á www.ec2008tallinn.org
 

FRÍ Author