Seinni dagurinn MÍ 15-22 ára

Elvar Baldvinsson HSÞ varð Íslandsmeistari pilta 15 ára í 100m grind (84cm) á tímanum 14,92, einnig í kúluvarpi (4kg) með kast uppá 12,22m og í hástökki með stökk uppá 1,79m.
Melkorka Rán Hafliðadóttir FH bætti við sig Íslandsmeistaratitli stúlkna 15 ára í 200m hlaupi á tímanum 27,13sek.
Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR bætti við sig Íslandsmeistaratitli stúlkna 18-19 ára í þrístökki með stökk uppá 10,86m.
Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik bætti við sig enn einum titlinum pilta 18-19 ára í 110m grind á tímanum 16,90sek og einnig í hástökki með stökk uppá 1,82m.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH bætti við sig fleiri titlum stúlkna 20-22 ára, í 100m grind á tímanum 15,54sek, í spjótkasti með kast uppá 34,47m, í 200m hlaupi á tímanum 26,15sek og í kúluvarpi (4kg) með kast uppá 12,13m. Hún varð í heildina sjöfaldur Íslandsmeistari um helgina. Frábær árangur.
Sigurjón Hólm Jakobsson Breiðablik varð Íslandsmeistari pilta 16-17 ára í hástökki með stökk uppá 1,76m og í 110m grind á tímanum 17,28sek.
Dagur Fannar Magnússon HSK/UMF/Selfoss varð Íslandsmeistari pilta 20-22 ára í kúluvarpi (7,26kg) með kast uppá 10,98m og hann varð einnig Íslandsmeistari á laugardeginum í sleggjukasti (7,26kg) með kast uppá 45,22m.
Sindri Lárusson ÍR varð Íslandsmeistari pilta 18-19 ára í kúluvarpi (6kg) með kast uppá 17,03m og hann vann einnig sleggjuna (6kg) á laugardeginum með kast uppá 45,97m.
Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðblik varð Íslandsmeistari pilta 16-17 ára í spjótkasti (700gr) með kast uppá 69,49m og hann varð einnig Íslandsmeistari í kringlu (1,5kg) á laugardeginum með kast uppá 46,32m.
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR bætti við sig Íslandsmeistaratitli pilta 20-22 ára í 200m hlaupi á tímanum 22,56sek. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 4x400m og 4x100m.
Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik varð Íslandsmeistari stúlkna 18-19 ára í 100m grind á tímanum 15,44sek, einnig vann hún 200m á tímanum 26,26sek, hún varð einnig Íslandsmeistari í 400m grind á tímanum 61,68sek.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA varð Íslandsmeistari stúlkna 16-17 ára í spjótkasti (500gr) með kast uppá 41,12m, í hástökki með stökk uppá 1,60m og hún varð einnig Íslandsmeistari í kringlukasti ((1kg) á laugardeginum með kast uppá 27,86m.
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR bætti við sig titli stúlkna 15 ára í þrístökki með stökki uppá 10,79m  og í kúluvarpi (3kg) með kast uppá 10,72m.
Hilmar Örn Jónsson ÍR varð Íslandsmeistari pilta 16-17 ára í kúluvarpi (5kg) með kast uppá 15,72m og hann vann einnig sleggjukastið (5kg) á laugardeginum með kast uppá 62,32m.
Valdimar Friðrik Jónatansson Breiðablik bætti við sig titli pilta 15 ára í 800m hlaupi á tímanum 2:28,85mín.
Eva Lind Elíasdóttir HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari stúlkna 16-17 ára í kúluvarpi (3kg) með kast uppá 12,52m og í 100m grind (76,2cm) á tímanum 15,62sek.
Agnes Eva Þórarinsdóttir UFA varð Íslandsmeistari stúlkna 18-19 ára í spjótkasti (600gr) með kasti uppá 26,70m og í 800m hlaupi á tímanum 2:43,58mín. Hún varð einnig Íslandsmeistari á laugardeginum í 400m hlaupi á tímanum 63,86sek.
Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA bætti við sig Íslandsmeistaratitli pilta 16-17 ára í 200m hlaupi á tímanum 22,41sek.
Ólafur Werner Ólafsson Breiðablik varð Íslandsmeistari pilta 15 ára í 200m hlaupi á tímanum 24,51sek og einnig vann hann á laugardeginum 100m hlaup á tímanum 12,01sek.
Ingvar Hjartarson Fjölni varð Íslandsmeistari pilta 18-19 ára í 3000m hlaupi á tímanum 9:15,30mín og einnig vann hann á laugardeginum 1500m hlaup á tímanum 4:18,25mín.
Sigþór Helgason HSK/Selfoss bætti við sig Íslandsmeistaratitli pilta 15 ára í þrístökki með stökk uppá 11,71m og einnig vann hann spjótkast (600gr) með kast uppá 52,63m.

FRÍ Author