Seinni dagurinn á NM 20-22 ára

Guðmundur Sverrisson ÍR varð í 3.sæti í spjótkasti með persónulegri bætingu. Hann kastaði 74,09m. Örn Davíðsson FH keppti einnig í spjótkasti og endaði í 7.sæti með kast uppá 68,11m.
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR varð í 13.sæti í 200m á tímanum 21,89sek.
Einar Daði Lárusson ÍR keppti í stangarstökki og fór hæst 4,60m og náði með þeim árangri 5.sæti.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH varð í 7.sæti í 100m grind á tímanum 15,21sek. Hún keppti einnig í kúluvarpi og endaði þar í 6.sæti með kast uppá 13,24m. Það er bæting um 1cm hjá henni.
 
Flott helgi hjá krökkunum og viljum við óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.
 
 

FRÍ Author