Seinni dagurinn á MÍ aðalhluta á Akureyri

 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA hélt áfram á sigurbrautinni í dag og sigraði 200m hlaup karla á tímanum 21,68sek. Hann var aðeins frá sínu besta en hann á best 21,38sek.

Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH Ólympíufari sigraði kúluvarp karla með kast uppá 17,53m. Óðinn var nokkuð frá sínu besta en rétt við hans ársbesta.

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH keppti áfram seinni daginn og náði að sigra hástökkið með stökk uppá 1,67m og einnig kúluvarpið með kast uppá 12,78m. Flottur árangur hjá henni.

Bjarki Gíslason úr UFA sigraði þrístökk karla með persónulegri bætingu, hann stökk 14,63m. Töluvert er þó í Íslands og mótsmetið sem er 16,70m og er í eigu eins okkar besta frjálsíþróttamanns Vilhjálms Einarssonar. Hann kom einmitt sjálfur á mótið í dag og fylgdist með eins og nær alltaf. 

 
Öll úrslit dagsins er hægt að nálgast hér; http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2118D2.htm

FRÍ Author