Seinni afreksúthlutun 2023

Seinni afreksúthlutun 2023

Úthlutað hefur verið úr Afrekssjóði FRÍ fyrir árið 2023. Að þessu sinni var sjö milljónum úthlutað á átján einstaklinga í þremur flokkum. Heildarúthlutun ársins nemur því átján milljónum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Framúrskarandi íþróttafólk

Guðni Valur Guðnason I ÍR I Kringlukast

Guðni er í 22. sæti á stigalista World Athletics og í 11. sæti á stigalista European Athletics. Hann vann sér inn keppnisrétt á HM í Búdapest i sumar, 36 sæti voru í boði og var hann númer 22 í röðinni. Á HM kastaði hann kringlunni 62.28m og hafnaði í 22. sæti í heildina. Einnig sigraði hann á Bottnarydskastet í Svíþjóð í sumar.

Hilmar Örn Jónsson I FH I Sleggjukast

Hilmar er í 21. sæti á stigalista World Athletics og í 14. sæti á stigalista European Athletics. Hann vann sér inn keppnisrétt á HM í Búdapest í sumar, 36 sæti voru í boði og var hann númer 21 í röðinni. Hilmar náði einnig 4. sæti á Kip Keino Classic í sumar. Kip Keino er hluti af Continental Tour Gold röðinni hjá World Athletics.

Afreksfólk FRÍ

Aníta Hinriksdóttir I FH I Millivegalengdarhlaup

Baldvin Þór Magnússon I UFA I 1500-5000m

Dagbjartur Daði Jónsson I ÍR I Spjótkast

Daníel Ingi Egilsson I FH I Lang- og þrístökk

Elísabet Rut Rúnarsdóttir I ÍR I Sleggjukast

Erna Sóley Gunnarsdóttir I ÍR I Kúluvarp

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir I ÍR I Spretthlaup

Hlynur Andrésson I ÍR I 3000m – maraþon

Kolbeinn Höður Gunnarsson I FH I Spretthlaup

Sindri Hrafn Guðmundsson I FH I Spjótkast

Afreksefni FRÍ

Arndís Diljá Óskarsdóttir I FH I Spjótkast

Birta María Haraldsdóttir I FH I Hástökk

Elísabet Rut Rúnarsdóttir I ÍR I Sleggjukast

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir I ÍR I Spretthlaup

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir I ÍR I Sleggjukast

Hera Christensen I FH I Kringlukast

Seinni afreksúthlutun 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit