Seinni afreksúthlutun 2021

Úthlutað hefur verið úr Afrekssjóður FRÍ fyrir árið 2021. Samtals var úthlutað 7,5 milljónum í seinni afreksúthlutun á eftirfarandi einstaklinga.

I. Framúrskarandi íþróttafólk  

Þeir einstaklingar sem skipa sér með árangri sínum í fremstu röð íþróttafólks í heiminum. 

Guðni Valur Guðnason kringlukastari, ÍR

Guðni keppti á Ólympíuleikunum í Tokyo í sumar. Hann vann silfur í Split á Evrópska bikarkastmótinu. Guðni kastaði lengst 65,39m sem gefa 1159 stig og 20. sæti á Evrópulistanum. 

II. Afreksfólk FRÍ  

Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari, FH

Hilmar kastaði lengst 74,88m sem gefur 1115 stig. Einnig í 50 sæti á World Athletics (WA) og 1134 stig og á 37 sæti á EAA listanum með 1115 stig.

Dagbjartur Daði Jónsson spjótkastari, ÍR

Dagbjartur kastaði lengst 79,57m. Hann er nr. 42 á WA listanum með 1123 ranking-stig fyrir meðaltal 5 bestu móta. Einnig 40 sæti á EAA listanum með 1095 stig..

Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari, FH

Sindri kastaði lengst 79,83m. Hann er nr. 57 á WA með 1107 ranking-stig. Einnig 36 sæti á EAA listanum með 1099 stig.

Hlynur Andrésson 3000-maraþon, ÍR

Hlynur er kominn með lágmark fyrir EM 2022 í maraþoni með tíma uppá 2;13,37klst. Einnig nr. 42 á EAA listanum og með 1087 stig.

Baldvin Þór Magnússon 1500-5000m, UFA

Baldvin með 1116 stig fyrir 7:53,92mín í 3000m innanhúss. Einnig vann hann bronsverðlaun á EM U23 ára í Tallinn í 5000m.

Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari, ÍR.

Erna kastaði 16,95m innanhúss og 16,77 utanhúss sem hvoru tveggja voru íslandsmet. Erna er í 38 sæti Evrópulistans miðað við meðaltal 5 bestu móta og 45 sæti með einstakan árangur. Erna er í 8 sæti á Evrópulista U23 ára.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir sleggjukastari, ÍR

Elísabet náði 7 sæti á EM U20 ára og 4.sæti á HM U20 ára og er í 4. sæti á Evrópulista U20 ára.

III. Afreksefni FRÍ 

Þeir einstaklingar sem náð hafa EAA/WA lágmarki til keppni á stórmóti ungmenna – EM U23, U20, U18 og HM U20, U18. 

EM U23

 • Baldvin Þór Magnússon, UFA 
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
 • Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR 
 • Tiana Ósk Whitworth, ÍR
 • Mímir Sigurðsson, FH

EM U20/HMU20

 • Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann
 • Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR
 • Eva María Baldursdóttir, Selfoss
 • Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA 

 

Sérverkefni

Útbreiðslufulltrúar FRÍ – Spretthlaupsstyrkur

Einn keppandi af hvoru kyni sem hefur með árangri sínum undanfarin ár verið í og við úthlutunarmörk afrekssjóðs. Styrkhafar voru bæði með keppnisrétt á EM innanhúss 2021. Styrkurinn er einnig hluti af útbreiðsluverkefni FRÍ og hugsaður sem hvatning til frekari afreka.

 • Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH: 77. sæti á innanhússlista EAA-21,57s í 200m (1049stig)
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR: 24,23i í 200m eða 1062 stig. Guðbjörg er nr. 89 á ranking lista EAA fyrir 5 bestu mót og með 1082 stig. 

 

Íslandsmet

Íslandsmet í fullorðinsflokki er veittur bónus samkvæmt bónustöflu. Miðað er við eitt met á ári í grein og að greinin sé keppnisgrein á HM/EM/ innan- eða utanhúss eða á Ólympíuleikum. 

Hlynur Andrésson, ÍR

 • Maraþon (2:13,37klst.-21.03.2021)
 • 3000m (7;54,72mín-06.08.2021
 • 10.000m (28:36,80mín-05.06.2021)
 • 5000m (13;41,06mín-17.07.2021)

Baldvin Þór Magnússon, UFA

 • 1500m (3:40,74mín-17.04.2021)
 • 3000m innanhúss (7:53,72mín-13.03.2021). 

Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR

 • Kúluvarp innanhúss (16,95m-21.02.2021), kúluvarp utanhúss (16,77m-16.05.2021)

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR

 • Sleggjukast (64,39m-02.04.2021)

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR

 • 60m innanhúss (7,46sek-26.02.2021)