Samstarf Hótel Cabin og FRÍ

Í dag var undirritaður samstarfsamningur Hótel Cabin og Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir árin 2020 til 2022. Samningurinn gildir einnig fyrir Hótel Klett og Hótel Örk undir nafninu Cabin.

Samstarf Cabin og FRÍ er farsælt og því full ástæða til að halda því áfram segir Geir Gígja sölu- og markaðsstjóri Cabin. Fyrir FRÍ er þetta mikil búbót og gaman að geta haldið góðu samstarfi áfram segir Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri FRÍ en framundan er RIG um aðra helgi en þar koma um 50 erlendir gestir til landsins.

Hótel Cabin býður upp á alla þá aðstöðu sem nútímaferðalangurinn væntir og þarfnast. Meginstefna Hótel Cabin er að bjóða gestum upp á þægilega gistingu á hagkvæmu verði. Hótelið er vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík aðeins um 600 metra fjarlægð frá Laugardalnum. Á hótelinu eru 257 herbergi, salatbar, morgunverðarsalur, tour desk verslun og bar.

Geir Gígja og Guðmundur Karlsson við undirritun samstarfssamningsins