Sæl …

Í stuttu máli hvað er að frétta af okkur og hvar erum við í heiminum…
 
 
 
Þórey er í Suður-Afríku í æfingabúðum, held hún sé ekki búin að vera heima hjá sér í næstum mánuð núna – fór fyrst til Tenereefe (eða hvernig þú skrifar það).
 
 
 
Ásdís er heima núna að æfa stíft og gengur vel, kellan var að taka einhverja svakalega lyftingaræfingu í gær að hún titraði bara eftir hana, enda nautsterk stelpan…
 
 
 
Beggi er á leiðinni í næstu viku til Portúgals í æfingabúðir, fær að fylgja Finnunum held ég, en Beggi fékk styrk frá IAAF til að fara þetta. Begga er að ganga alveg brilliant þessa dagana og er það bara spurgsmál hvenær maðurinn nær lágmarkinu! Hann og Eggert eru greinilega í góðum fíling – er alltaf að sjá þá kallana upp í kaplakrika, sama hvernig viðrar þá eru þeir uppfrá að kasta!
 
 
 
Óðinn er heima – núna fara lokaprófin að skella á svo maðurinn gerir held ég ekkert annað en að æfa og læra eins og mother… já 😀 Maðurinn er að kasta langt á æfingum, sá hann í gær negla kúlunni næstum til Kína á æfingu!
 
 
 
Silja (ég) er búin að vera heima núna í 10 daga en við FH ingar (Beggi og Óðinn líka) vorum í Portúgal í mars, en núna ætla ég að koma mér til Bandaríkjanna í 5-6 vikur og vera þar við stífar æfingar og byrja að keppa. Ég hlakka til að fara að keppa aðeins og komast í góðan fíling og sjá hvar ég stend. En ástæðan fyrir að ég ætla að vera svona lengi er að ég þarf að komast í það að hlaupa grindina – allt upp í allaveganar 300 metra á æfingu en það er bara einfaldlega ekki hægt á Íslandi (núna er snjór úti og hvasst)… Mér hefur alltaf fundist ekkert mál að fara í svona lengri tíma, en núna á ég loksins mitt eigið heimili hér á Íslandi og heima er alltaf best… hehe einnig var hann Vignir minn að slasa sig, hann var að skokka og bara “smack” einn kálfavöðvinn slitnaði – svo ég voðalega “vond” og skil hann eftir heima á hækjum.
 
 
 
Aðstæðurnar sem ég er í úti eru alveg frábærar… Ég semsagt gisti heima hjá Paul Doyle, sem þjálfaði Guðrúnu Arnars þegar hún fór á Ólympíuleikana. En hann og konan hans (Karen Shinkins) þjálfa mig þarna úti, hún er fyrrverandi Evrópumeistari í 400metrum og tekur oft æfingarnar með mér, og jesúss hvað hún er strangur þjálfari, kemst ekki upp með neitt múður hjá henni! Ég er með sér herbergi og baðherbergi þarna, lyftingarklefi í kjallaranum, brautin rétt hjá, nuddherbergi þar sem Mike nuddari kemur mörgum sinnum í viku og nuddar okkur íþróttamennina. Við erum að æfa á braut sem grunnskóli á (já þetta er aðeins öðruvísi en á Íslandi), hún er blá og allt mjög flott þarna. Ég er í góðum hóp fólks og það er alltaf nýtt fólk í hverjum mánuði, allir vilja fara þangað í æfingabúðir. T.d. hef ég æft með Dwight Philips heims- og ólympíumeistara í langstökki, Terrance Trammell 110 grindarhlaupari sem á 2 silfur frá ólympíuleikum, Danielle Carruthers vinkona mín 100 grind – 4 sæti á hm inni (æfir núna með Gail Devers sem ég fer á æfingu með stundum), Johann Wissmann svíi 200m silfurmaður á EM, 400m silfurmaður á HM inni, Robert Kronberg svíi sem á met að vera í flestum úrslitum í 110 grind en nokkur annar og svona mætti lengi telja. Svo ég bíð bara spennt að sjá hverjum ég kynnist núna.
 
 
 
Vá þetta átti nú bara að vera stutt blogg… svo ég hætti núna…
 
 
 
Við bíðum öll spennt eftir keppnistímabilinu, enda erum við öll að eltast við draum allra íþróttamanna… að fara á Ólympíuleikana! Stuðningur ykkar skiptir miklu máli!
 
 
 
Kveðja
 
Silja Úlfars
 
 
 
p.s. meðfylgjandi mynd er af ólympíuhópnum þegar við fórum í boð í Kínverska sendiráðinu þegar það voru nákvæmlega 6 mánuðir í leikana. Þórey er eitthvað að stríða okkur þarna með pappadisk fyrir andlitinu… hehe

FRÍ Author