RIG 2016: Kúluvarpseinvígi tveggja Bandaríkjamanna við Óðinn Björn, Stefán Velemir og Guðna Val – og nú fer kúlan lengra en nokkru sinni í Laugardalshöll kl. 14:20 – ekki missa af þess

 Óðinn Björn á best 20,22m, kastað árið 2011 en í ár hefur hann kastað lengst 19.03m, nú í haust. Óðinn Björn sigraði á Reykjavíkurleikunum í fyrra með kast upp á 18.22m og hann á einnig mótsmetið sem er 18.35m. Stefán Velemir er ungur og efnilegur kúluvarpari og hefur kastað lengst 18.00m á síðasta ári og hefur verið í mikilli framför síðastliðið ár. Guðni Valur Guðnason er landsins besti kringlukastari um þessar mundir (63.50m) en kastar einnig kúlu, á best 17,10m og stefnir á 18m um næstu helgi. Kristján Viktor Kristjánsson tilheyrir einnig ungu kynslóðinni af kúluvörpurum og ætlar sér að kasta yfir 16 metra á mótinu en á best skráðan árangur 15.59m frá 2014.
 
Nokkuð ljóst er að mótsmetið fellur og líklegast mörgum sinnum ásam með hallarmeti hússins. Æfingar hjá Óðni hafa gengið mjög vel og ljóst að hann mun mæta áhlaupi Bandarísku kúluvarpara eins og hinir ungu íslensku kúluvarpararnir. Íslandsmetið innannhúss er 20.66m sett af Pétri Guðmundssyni árið 1990 og aldrei að vita nema að kúlan fari yfir þá vegalengd um helgina. Mætum og hvetjum okkar menn.

FRÍ Author