RIG 2016: Hörku grindarhlaupseinvígi milli Örnu Stefaníu og Elinu Westlund frá Svíþjóð – í Laugardalshöll á laugardaginn kl 13:25

 Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grindarhlaupari, mun eygja hörku einvígi við sænsku landsliðskonuna Elínu Westlund á laugardaginn á RIG-frjálsíþróttamótinu í Laugardalshöll. Mótið hefst kl. 13:00 og grindarhlaupið hefst kl. 13:25. Sænska landsliðskonan á betri árangur innanhúss en Arna Stefanía en Arna hefur farið mikinn á æfingum á þessum vetri eins og á árinu 2015 og er til alls líkleg á mótinu. Hún hefur þegar tryggt sér farseðilinn á EM í Amsterdam í júlí í sumar og keppir í 400m grindarhlaupi.Arna stefnir á verulega bætingu í 60m grindinni á laugardaginn og sigur í einvíginu. Íslandsmetið í 60m grind á ein mesta afrekskona Íslands í íþróttum, Guðrún Arnarsdóttir, 8,31 sek sett á EM inni árið 2000 þegar hún hafnaði í 5. Sæti. Metið verður í hættu á laugardaginn.

FRÍ Author