RIG 2016: Einvígi í heimsklassa milli Anítu Hinriksdóttur og Clarisse Nanomie Moh landsliðskonu Frakka – í Laugardalshöll á laugardaginn kl. 14:20.

Besti tími Anítu innanhúss er 2;01,56 mín sem jafnframt er Íslandsmet og Evrópumet unglinga, tíminn setti hana í 4. sæti á heimslistanum innanhúss 2015. Aníta á best 2:00.49 mín utanhúss síðan 2013, en hljóp sinn annan besta tíma 2:01.01 mín á síðasta ári sem tryggði henni farseðilinn á Ólympíuleikana í RÍÓ.Clarisse á best 2:02,95 mín innanhúss 2015 og 2:01,43 mín utanhúss og því ljóst að um hörku keppni verður að ræða og stefna beggja að tryggja sér farseðilinn á HM innanhúss sem fram fer í Portland Oregon í mars.
 
Meðal keppenda á mótinu er m.a. einnig einn sprettharðasti maður allra tíma Dwain Chambers frá Bretlandi sem mun keppa í 60m hlaupi. Annar eins pretthlaupari hefur aldrei keppt hér landi – sjón verður sögu ríkari.

FRÍ Author