RIG 2020

Frjálsíþróttakeppni Reykjavík International Games fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 2. febrúar frá 16-18. Mótið er alþjóðlegt boðsmót og það sterkasta hér á landi ár hvert þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins mætir sterkum erlendum keppendum. Alls eru yfir 110 keppendur á mótinu og þar af yfir 30 erlendir keppendur frá sex löndum. Búast má við því að Íslandsmet verði í hættu og einn af hápunktum mótsins verður í lokin þegar Ísland mætir Bandaríkjunum í boðhlaupi. Miðasala er inn á tix.is og er verðið 1.500 krónur en einnig er hægt að kaupa miða við hurð á 2.000 kr., frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Mótið verður einnig sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

Tímaseðilinn er svo að finna hér.

Hér er síðan að finna keppendalistan.