Reykjavíkurborg samþykkir að hefja hönnun á nýjum þjóðarleikvangi

Penni

< 1

min lestur

Deila

Reykjavíkurborg samþykkir að hefja hönnun á nýjum þjóðarleikvangi

Á fundi borgarráðs 5. maí lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg taki þátt í að fjármagna hönnun á þjóðarleikvangi í frjálsíþróttum í samræmi við skýrslu starfshóps um málefnið. Gert er ráð fyrir að viðauki við fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar verði unninn þegar kostnaðaráætlun fyrir hönnunina liggur fyrir. Tillagan var samþykkt. 

FRÍ fagnar þessu skrefi. Það er sannarlega góður áfangi að hafist skuli handa við hönnun og gerð heildstæðrar kostnaðar- og fjárfestingaráætlunar fyrir þjóðarleikvanginn sem samanstendur af alþjóðlegum keppnisvelli, auk upphitunar og kastsvæðis, við hlið og með tengingu við, frjálsíþróttahöllina í Laugardal. Gera má ráð fyrir að strax í upphafi nýs árs liggi hönnunin fyrir, en næsta skref er val á hönnuðum.

Freyr Ólafsson formaður FRÍ segir að „um sé að ræða mjög góðan áfanga. FRÍ og aðildarfélögin hafa verið að berjast fyrir nýjum þjóðarleikvangi en ekki hvað síst betri aðstöðu m.a. fyrir börn og unglinga um allan bæ í Reykjavík. Nú þegar ÍR völlurinn í Mjódd er að verða klár fyrir æfingar og keppni og við finnum þennan mikla vilja til uppbyggingar í Laugardal eru gríðar mikilvæg skref stigin í þeirri vegferð sem FRÍ hefur stefnt að. Samstarfið við Reykjavíkurborg og ríkið þarf áfram að vera gott til þess að framkvæmdum verði, en hönnunar- og framkvæmdatími á nýjum þjóðarleikvangi á að geta orðið eins og stuttur sprettur. Við lítum svo á að nú sé búið að ræsa sprettinn og við hlökkum mikið til að hlaupa saman alla leið í mark!“

Penni

< 1

min lestur

Deila

Reykjavíkurborg samþykkir að hefja hönnun á nýjum þjóðarleikvangi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit