Reykjavik International Games – Sterkir erlendir keppendur mæta

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Reykjavik International Games, sem fram fer helgina 17.-18. janúar nk.
Alþjóðlegt boðsmót í frjálsum fer fram sunnudaginn 18. janúar frá 16:00-18:00.
 
Nú er verið að vinna í keppendalista mótins, bæði er varðar innlenda keppendur og erlenda. Nokkrir sterkir erlendir keppendur hafa staðfest þátttöku sína í mótinu m.a. keppa þrjár af fljótustu konum Evrópu, en þetta eru þær Emma Ania frá Bretlandi (7.24s/11.21s – Næstbest í Bretlandi 2008), Lena Berntsson Svíþjóð (7.26s – Besti tími í Svíþjóð 2008) og Norski methafinn í 60 og 100m og ein efnilegasta spretthlaupskona í Evrópu um þessar mundir, Ezinne Okparaebo (7.33s/11.32s).
Þá kemur sexfaldur meistari í langstökki kvenna, Margrete Renström (6.33m) og einn fremsti millivegalengdahlaupari Noregs keppir í 1500m, Kjetil Måskestad (3:45,26 mín). Rubin Tabaras frá Bretlandi sem keppti hér fyrir tveimur árum mætir aftur núna (6.88s í 60m) og Bandarískur stangarstökkvari sem á best 5,45 metra keppir einnig.
 
Í gær kom staðfesting um að 10 manna hópur frjálsíþróttamanna frá Bretlandi kæmi á mótið, en nánari upplýsingar um þá keppendur liggja ekki fyrir fyrr en eftir helgi, þar sem þeir keppendur verða ekki valdir fyrr en eftir mót sem þeir taka þátt í um helgina. Stefnt er að því að endanlegur keppendalisti liggi fyrir strax eftir helgina.
 

FRÍ Author