Reykjavík International Games

 Átta erlendir keppendur eru staðfestir til keppni á þessu ári, frá hinum ýmsu löndum. Jolanda Keizer frá Hollandi (sjöþraut PB 6370) og Ellinore Hallin frá Svíþjóð (sjöþraut PB 5635) keppa í þríþraut (60m grindahlaup, kúluvarp, langstökk) á móti sterkustu sjöþrautar konum Íslendinga, Sveinbjörgu Zophoníasdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir mun hins vegar spreyta sig í hástökki og 800m hlaupi. Í kúluvarpi etur Ásdís Hjálmsdóttir kapp við sjöþrautarstúlkurnar og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. Má búast við hörku keppni þar. Kristinn Torfason keppir í langstökki á móti Morten Jensen (danski methafinn, 8,25) og Bretanum Ezekiel Ewulo. Í langstökki kvenna mætir Jóhanna Ingadóttir á brautina á ný eftir langt meiðslahlé og mætir Hafdísi Sigurðardóttur og sjöþrautarstúlkunum. Einnig mæta Svíarnir Alexander Brorsson sem keppir í 60m og 60m grindahlaupi (PB 8,07) og Lena Berntsson sem keppir í 60m hlaupi (PB 7,26s). Bretinn Richard Yates mætir til leiks í 400m hlaup en hans besti árangur í greininni er 47,30s. Sandrine Thiébaud – Kangni frá Togo mun keppa í 60m hlaupi, 800m hlaupi og í langstökki.
 
Einnig mætir úrval annarra íslenskra keppenda sem verður forvitnilegt að fylgjast með í keppni við sterka erlenda keppendur.
 
Aðgangseyrir er 1000 kr en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

FRÍ Author