Reykjavik International – Spennandi keppni á sunnudaginn kl. 16:00.

Nú er búið að birta leikskánna fyrir alþjóðlega boðsmótið, Reykjavik International Games, sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og hefst kl. 16:00. Hægt er að skoða keppendalistann undir mótaskrá hér á síðunni.
Keppt verður í 16 keppnisgreinum á mótinu og er útlit fyrir mjög spennandi keppni í flestum greinum.
Af þeim 78 keppendum sem taka þátt í mótinu eru 19 erlendir keppendur.
Meðal erlendu keppendanna eru þrjár af fljótustu konum í Evrópu, besti langstökkvari Norðmanna í kvennaflokki, annar besti Norðmaðurinn í 1500m hlaupi, sterkur stangarstökkvari frá USA, auk tíu manna öflugs hóps frá Wales.
Það er því ljóst að okkar besta frjálsíþróttafólk mun fá mjög verðuga og góða keppninauta að þessu sinni.
 
Það má því búast við hörku keppni og skemmtilegu móti á sunnudaginn og ekki spillir fyrir að hinn magnaði lýsandi Sigurbjörn Árni Arngrímsson verður annar af þulum mótins á sunnudaginn. Allir frjálsíþróttaunnendur eru hvattir til að mæta í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000.- Frítt fyrir yngri en 16 ára.

FRÍ Author