Pistorius talinn hafa forskot

Rannsóknin var gerð á vegum bandarískra háskóla,  AFP fréttastofan hefur eftir Peter Weyand, prófessor í sálfræði og aflfræði, að hlaupatækni Pistorius sé frábrugðin tækni annarra hlaupara og rekja megi hana beint til gervifótanna, sem eru úr koltrefjum og framleiddir af Össuri hf. 
 

Matthew Bundle, aðstoðarprófessor í aflfræði við háskólann í Wyoming, segir að forskot Pistorius stafi af því hve hratt hann geti hreyft fæturna og það megi aftur rekja til þess hve léttir gervifæturnir eru. 

Bundle segir, að þegar Pistorius sé kominn á fulla ferð hreyfi hann fæturna 15% hraðar en sex síðustu heimsmethafar í 100 metra hlaupi.  Segja vísindamennirnir að gervifæturnir geri hlauparanum kleift að ná sama hraða og aðrir hlauparar með 20% minna afli og allt að 50% minni vöðvastyrk.    

Pistorius vann þrenn gullverðlaun á ólympíumóti fatlaðra í Peking á síðasta ári. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn aflétti í maí á síðasta ári banni við að hann keppti á mótum fyrir ófatlaða íþróttamenn. Pistorius komst hins vegar ekki í ólympíulið Suður-Afríkumanna en vonast til að komast í liðið fyrir ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.

Pistorius, sem er 23 ára, lenti í slysi í Suður-Afríku í byrjun ársins en talið var að hann myndi ná sér að fullu.

 

Frétt af mbl.is 
 

FRÍ Author