Óvætur sigur Hlyns í 5000 m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum í gær

Hafdís varð síðan önnur í 100 m hlaupi kvenna á 11,87 sek og Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð 5. á 12,14 sek. Meðvindur var 2,4 m/sek. Ari Bragi Kárason varð 3. í 100 m hlaupi karla, eftir frekar rólegt start, en hann kom á mikilli siglingu síðustu metrana og var hársbreidd frá 2. sæti. Hann kom í mark á 10,76 sek. Juan Ramon Borges Bosque varð síðan 7. á tímanum 11,01 sek. Meðvindur í úrslitahlaupinu var 2,3 m/sek.
 
Kristinn Þór Kristinsson kom 3. í mark í 800 m hlaupinu, sem var nokkð taktískt vegna veðurskilyrða. Tími hans var 1:58,94 mín.  Bjartmar Örnuson varð 7. á 2:01,60 mín. Aníta Hinrikskdóttir varð í 2. sæti í 800 m hlaupi kvenna, eftir mjög taktískt hlaup. Hún kom í mark á 2:09,10 mín. María Birkisdóttir varð 5. á 2:25,27 mín
 
Ásdís sigraði í spjótkastinu, eins og að framan greinir, en María Rún Gunnlaugsdóttir tók 3. sætið með 42,30 m. Krister Blær Jónsson var hársbreidd frá sigri í stangarstökki, en hann stökk hæst 5,05 m. Einar Daði stökk síðan 4,60 m. Keppni í stangarstökki var færð í íþróttahúsið í Kaplakrika vega mikils hliðarvinds í Laugardalnum. Hafdís Sigðurarðdóttir sigraði í langstökkinu eins og áður sagði, en Dóróthea Jóhannesdóttir varð 4. með 5,56 m. Meðvindur var of mikill til að árangur verði staðfestur.
 
Óðinn Björn Þorsteinsson varð annar í kúluvarpi með 18,10 m en Stefán Velemir varð 3. með 17,53 m sem er hans besti árangur í greininni. Anna Berglind Pálmadóttir og Helga Guðný Elíasdóttir komu í mark í 4. og 5. sæti í 10.000 m hlaupi kvenna. Anna á rúmum 38 mín og Helga á tæpri 41 mín.
 
Samtals unnu okkar keppendur til 11 verðlauna á fyrsta keppnisdegi: 3 gull, 4 silfur og 4 brons.
 
Úrslit mótsins má sjá hér. Myndina sem fylgir þessari frétt tók Gunnlaugur Júlíusson af Hlyni þegar hann kom í mark í 5.000 m hlaupinu. Myndir Gunnlaugs frá 1. degi keppninar má sjá hér.

FRÍ Author