Örn Davíðsson bætti drengjametið í spjótkasti, kastaði 62,99 metra

Örn Davíðsson FH setti glæsilegt drengjamet í spjótkasti þegar hann kastaði karlaspjótinu 62,99 m á Vormóti FH í gær. Örn bætti 10 ára gamalt drengjamet Sigurðar Karlssonar UMSS um rúman metra, en það var 61,83 metrar. Þá kastaði hann drengja kringlunni 57,99m á sama móti, sem er aðeins 1,63 metra frá metinu með 1,5kg kringlu.
 
Örn varpaði karlakúlunni 14,86 metra á 2. Vormóti Breiðabliks í vikunni, en metið í drengjaflokknum er 15,34m.
 

FRÍ Author