Örn Davíðsson bætti drengjamet Guðna í kúluvarpi

Örn varpaði 5.5 kg kúlunni 16,11 metra og bætti 35 ára gamallt met Guðna Halldórssonar. Örn bætti met Guðna um 12 sm, en það var 15,99 metrar frá árinu 1972.
Örn sem er varð 17 ára á þessu ári er á yngra ári í drengjaflokki og á því eflaust eftir að bæta metið ennfrekar á næstu mánuðum, en hann hefur æft undir stjórn Eggerts Bogasonar hjá FH undanfarin ár og ekur hann nær daglega yfir Hellisheiðina á æfingar til Hafnarfjarðar frá Selfossi.
 
Heildarúrslit frá Unglingamóti HSK eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
Einnig eru úrslit frá Nóvembermóti HSÞ, sem fram fór á Húsavík sl. sunnudag að finna í mótaforritinu.

FRÍ Author