Örn með gull á Möltu

Penni

2

min lestur

Deila

Örn með gull á Möltu

Í dag lauk keppni á Smáþjóðaleikunum sem fór fram á Möltu dagana 30. maí, 1. og 3. júní. Lið Íslands vann ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun.

Örn Davíðsson (Selfoss) sigraði í spjótkasti karla með kasti upp á 71,69m sem er hans besti árangur í ár. Örn á best 75,96m frá 2012.

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) fékk silfur í 400m grindahlaupi er hann kom í mark á tímaum 52,17 sek. Þetta var fyrsta 400m grindahlaup Ívars á árinu og á hann best 51,76 frá 2018.

Íris Anna Skúladóttir fékk bronsverðlauna í 10.000m hlaupi á tímanum 36:00,19 sem er tíu sekúnda bæting hjá henni. Íris heldur svo til Austuríkis þar sem hún keppir á HM í utanvegahlaupum.

Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) vann til bronsverðlauna í langstökki kvenna með stökk upp á 5,95m sem er hennar ársbesti árangur. Birna á best 6,12m.

Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) stórbætti sinn persónulega árangur í 400m grindahlaupi og fékk brons. Hún kom í mark á tímanum 60,63 sek. og var aðeins þrettán sekúndubrotum frá EM U23 ára lágmarki. Hennar besti árangur var 62,15 sek.

4x400m sveit karla og kvenna fengu bæði bronsverðlaun. Karlasveitin kom í mark á tímanum 3:18,76 mín. Sveitina skipuðu þeir Ívar, Anthony, Ísak og Sæmundur. Kvennasveitin kom í mark á tímanum 3:51,76 mín. Sveitina skipuðu þær Glódís, Þórdís, Elín og Ingibjörg.

Heildarúrslit íslenska liðsins

Kristófer Þorgrímsson  |  FH  | 100m  |  10.78 sek.  | 5. sæti

Kristófer Þorgrímsson  |  FH  |  200m  |  21,78 (21,75 pb. undanúrslitum)  |  7. sæti

Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson  |  Ármann  |  200m  | 22,35 sek.  |  9.sæti

Sæmundur Ólafsson  |  ÍR  |  400m  |  48,77 sek.  |  7. sæti

Ívar Kristinn Jasonarson  | ÍR  | 400m  |  49,51 sek.  |  9. sæti

Ingibjörg Sigurðardóttir  |  ÍR  |  400m  |  57,59  |  6. sæti

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir | FH | 800m | 2:17,18 | 4. sæti

Íris Anna Skúladóttir  |  FH  |  10.000m  |  36:00,19 pb.  |  3.sæti

Arnar Pétursson  |  Breiðablik  | 10.000m  |  31:22,41 mín  |  5. sæti

Birna Kristín Kristjánsdóttir  |  Breiðablik  |  100m grind.  |  14,33 sek. pb.  |  4. sæti

Glódís Edda Þuríðardóttir  |  KFA  |  100m grind.  |  DNF  

Ísak Óli Traustason  |  UMSS  |  110m grind  |  15,40 sek. (14,94 í undanúrslitum)  |  6. sæti

Ingibjörg Sigurðardóttir  |  ÍR   |  400m grind,  |  60,63 sek pb.  |  3. sæti

Ívar Kristinn Jasonarson  |  ÍR  |  400m grind.  |  52,17 sek.  |  2. sæti

Birna Kristín Kristjánsdóttir  |  Breiðablik  |  Langstökk  |  5,95m  |  3. sæti

Ingvi Karl Jónsson  |  FH  |  Kringlukast  |  50,39m  |  4. sæti

Sindri Lárusson  |  UFA  |  Kúluvarp  |  16,42m  |  5. sæti

Örn Davíðsson  |  Selfoss  |  Spjótkast  |  71,69m  |  1. sæti

4x100m  karla |  Ísak – Anthony – Sæmundur – Kristófer  |  41,55 sek.  |  4. sæti

4x400m karla | Ívar – Anthony – Ísak – Sæmundur |  3:18,76 mín |  3. sæti

4x400m  kvenna |  Glódís – Þórdís – Elín – Ingibjörg | 3:51,76 | 3. sæti

Penni

2

min lestur

Deila

Örn með gull á Möltu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit