Opnum aftur fyrir almenningshlaupin

Penni

< 1

min lestur

Deila

Opnum aftur fyrir almenningshlaupin

Frjálsíþróttasamband Íslands vekur athygli á erfiðri stöðu almenningshlaupa á síðustu tveimur árum. Almenningshlaup eru mikilvægur þáttur í að viðhalda og bæta almenna lýðheilsu. Þau eru einnig mikilvægur þáttur í tekjuöflun frjálsíþróttafélaga. Vegna harðra sóttvarnarreglna hafa vel flest almenningshlaup verið felld niður undanfarin tvö ár.

Óþarft á að vera að benda á að almenningshlaup fara fram utandyra þar sem hlauparar dreifast yfir mis langar hlaupaleiðir. Erfitt að skilja ástæður þess að almenningshlaup undir beru lofti falli undir sömu sóttvarnarreglur og gilda um allar íþróttir á meðan t.d. sundlaugar og skíðasvæði fá að taka á móti 75% af leyfilegum fjölda. Þá er óhjákvæmilegt að benda á þann mismun sem virðist hafa gilt milli hlaupviðburða sem haldin eru af aðildarfélögum ÍSÍ annars vegar og hins vegar hlaupa sem haldin eru af aðilum sem standa fyrir utan ÍSÍ.

Á meðan eins metra fjarlægðarreglan er enn í gildi þá eru miklar hömlur lagðar á að mögulegt sé að færa umhverfi almenningshlaupa í eðlilegt horf. Engin efnisleg eða læknisfræðileg rök lúta lengur að því að viðhalda íþyngjandi hömlum á framkvæmd almenningshlaupa. Telur FRÍ tímabært að þau lúti sömu reglum og sundlaugar og skíðasvæði. Mikilvægt er út frá lýðheilsu sjónarmiðum að taka ákveðin og afgerandi skref hið fyrsta til að liðka fyrir almenningshlaupumPenni

< 1

min lestur

Deila

Opnum aftur fyrir almenningshlaupin

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit