Guðbjörg Jóna opnaði tímabilið sitt á nýju Íslandsmeti í 60 metra hlaupi í Laugardalshöll í dag. Hún kom í mark á tímanum 7,43 sek. og liðsfélagi hennar, Tiana Ósk Whitworth, kom í mark á 7,45 sek. og voru þær báðar undir gamla Íslandsmetinu sem Guðbjörg átti sem var 7,46 sek.
„Ég var að vonast eftir Íslandsmeti en var ekki að búast við því. Þetta hlaup var fínt, hefði mátt útfæra það aðeins betur. Ég á mikið inni“
Guðbjörg segir að undirbúningurinn fyrir tímabilið hefur gengið vel og var hún meðal annars að koma frá æfingabúðum á Tenerife.
„Við breyttum aðeins planinu, lögðum meiri áherslu á tækni og störtin“
Guðbjörg og Tiana stefna báðar á Reykjavíkurleikana sem fram fara 6. febrúar í Laugardalshöll og freista þess að komast á Norðurlandameistaramótið sem fer fram 13. febrúar í Uppsala í Svíþjóð. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Dönum á þessu móti og eru aðeins tvö sæti laus í hverri grein. Guðbjörg og Tiana erum með svipaðan tíma og dönsku stelpurnar og því samkeppnin mikil.