Opið hús í Kaplakrika á föstudag

Gunnar Svavarsson formaður byggingarnefndar segir "að næstu skref séu í undirbúningi sem taki m.a. mið af fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 og rammaáætlun fyrir 2015-2017. Næsta stóra átakið er gólfefnið, sem leggst ofan á plötuna, en um leið ýmis innanhúsfrágangur.
 
Lóðamálin og utanhúsfrágangur verði að bíða enn um sinn, en vel má vera að hægt verði að fara í það á grundvelli flýtiframkvæmdar. Mikilvægt er fyrir samfélagið alt að klára sem fyrst fasteignaverkin í Kaplakrika, sem hófust 2004."
 
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, segir að, "13. desember sé hátíðisdagur í hugum margra FH-inga, en þá eru nákvæmlega 3 ár síðan Sjónarhóll var vígður og 48 ár síðan Sjónarhólshjónin, Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir, gáfu félaginu stórhýsið Sjónarhól að Reykjavíkurvegi 22, eftir sinn dag . Það er því við hæfi að opna inn í frjálsíþróttahúsið fyrir FH-inga, Hafnfirðinga og aðra gesti á þessum merka degi. Margir hafi hug á því að fá að sjá frjálsíþróttahúsið að innan, nú er tækifærið" sagði Birgir ennfremur.

FRÍ Author