Ólympuhátíð Evrópuæskunnar – Glæsilegur dagur hjá íslenska hópnum og Þórdís Eva í úrslitahlaupinu á föstudaginn

 
Þórdís Eva (FH) lét vind og 37°C hita ekki slá sig út af laginu og tryggði sér sjálfkrafa sæti í úrslitum með því að koma önnur í mark í fyrsta riðli á tímanum 56.31sek. Þrír riðlar voru í hlaupinu og tveir fyrstu í hverjum riðli tryggja sér sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitum. Að auki fá tveir hlauparar þátttökurétt sem ná besta tímanum af þeim sem ná ekki fyrsta eða öðru sæti í riðli. Þórdís Eva er önnur tveggja í úrslitum sem er á yngra ári í keppni stúlkna 15 og 16 ára og mun hún hlaupa á 8. braut á föstudaginn kl. 14:30 að ísl. tíma. Besti árangur Þórdísar Evu er 54,80 sem er 11. sæti afrekslista Evrópu í 400m hlaupi í flokki stúlkna 15 og 16 ára. Og aðeins ein stúlka á yngra ári eins sem er ofar en Þórdís Eva á listanum í ár. Þórdís Eva er í allra fremstu röð 400m hlaupara í Evrópu og til alls likleg á föstudaginn.

FRÍ Author