Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum.

Íslenski hópurinn lagði af stað til Argentínu á mánudaginn. ÍSÍ sendir 9 keppendur í eftirfarandi keppnisgreinum: frjálsíþróttum, sundi, golfi og fimleikum. Frjálsíþróttasamband Íslands á þrjá keppendur á leikunum. Það eru þau Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Valdimar Hjalti Erlendsson  og Elísabet Rut Rúnarsdóttir. Þjálfari með þeim er Brynjar Gunnarsson. Í frjálsum er keppt í tveimur keppnisumferðum og raðar samanlagður árangur keppendum í sæti. Okkar keppendur keppa á eftirfarandi dögum:

  • Valdimar Hjalti kringlukast: 1. umferð – 11. okt. 2. umferð – 14. okt.
  • Elísabet Rut sleggjukast: 1. umferð – 12. okt. 2. umferð – 15. okt.
  • Guðbjörg Jóna 200 metra hlaup: 1. umferð – 13. okt. 2 umferð – 16. okt.

Hægt er að fylgjast með öllum hópnum á Snapchat aðgangi ÍSÍ; isiiceland