Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Þórdís Eva í 5. sæti í úrslitm 400m hlaupsins – glæsilegt

 Þórdís Eva keppti til úrslita í 400m hlaupi stúlkan 15 og 16 ára á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag og náði þeim sögulega árangri að hafna í fimmta sæti í hlaupinu. Glæsilegur árangur hjá okkar stúlku úr Hafnarfirðinum sem er 15 ára og því á fyrra ári  aldursflokknum. Þórdís Eva kom í mark á tímanum 56,24sek sem er betri tími en hún hljóp á í riðlakeppninni og því hlutirnir að genga upp hvað það varðar sem er mjög gott fyrir ungan íþróttamann að viðhafa á sínum fyrstu stórmótum. 

FRÍ Author