Ólympíufarar í frjálsum heiðraðir

Penni

2

min lestur

Deila

Ólympíufarar í frjálsum heiðraðir

Laugardaginn 28. maí var haldið 75 ára afmælishóf í Selfosshöllinni á Selfossi þar sem keppendur Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum voru heiðraðir sérstaklega. Okkar glæsilega afreksfólk fjölmennti eins og sjá má á mynd hér að ofan, ásamt formanni og varaformanni FRÍ.

Alls hafa 65 frjálsíþróttamenn keppt undir fána Íslands á Ólympíuleikum. Af þessum 65 eru 30 nú látnir, 15 gátu ekki verið með okkur en 20 Ólympíufarar tóku við sínum heiðursiðurkenningum.

 Á myndinni sem sjá má hér fyrir ofan eru:

Efri röð frá vinstri: Pétur Guðmundsson, Kristján Harðarson, Lára Sveinsdóttir, Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magnússon, Kári Steinn Karlsson, Bergur Ingi Pétursson, Oddur Sigurðsson, Erlendur Valdimarsson, Guðni Valur Guðnason. Neðri röð frá vinstri: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir varaformaður FRÍ, Bjarni G. Stefánsson, Þórdís Gísladóttir, Helga Halldórsdóttir, Einar Vilhjálmsson, Vésteinn Hafsteinsson, Jón Pétursson, Óðinn Björn Þorsteinsson, Jón Þ. Ólafsson, Íris Grönfeldt, Sigurður Einarsson, Freyr Ólafsson formaður FRÍ.

Einstaklingsmyndir af þessu heiðursfólki má finna á Flickr síðu FRÍ hér.

Í töflunni hér að neðan má sjá heildar lista yfir alla Ólympíufara, hvenær og hvar þeir kepptu og í hvaða keppnisgreinum, raðað í tímaröð eftir því hvenær viðkomandi keppti fyrst.

NafnÁrtalBorgKeppnisgreinLátinn
Jón Halldórsson1912Stokkhólmur100 m hlaup
Karl Vilmundarson1936BerlínTugþraut
Kristján Vattnes Jónsson1936BerlínSpjótkast
Sigurður Sigurðsson1936BerlínHástökk Þrístökk
Sveinn Ingvarsson1936Berlín100 m hlaup
Ásmundur Bjarnason1948, 1952London, Helsinki4×100 m boðhlaup, 100 og 200 m hlaup 
Finnbjörn Þorvaldson1948London100 m, 4×100 m boðhlaup, langstökk
Haukur Clausen1948London100 m, 200 m, 4×100 m boðhlaup
Jóel Sigurðsson1948LondonSpjótkast
Óskar Jónsson1948London800 og 1500 m hlaup
Reynir Sigurðsson1948London400 m hlaup
Sigfús Sigurðsson1948LondonKúluvarp
Stefán Sörensson1948LondonÞrístökk
Torfi Bryngeirsson1948, 1952London, HelsinkiStangarstökk
Trausti Eyjólfsson1948London4×100 m boðhlaup
Vilhjálmur Vilmundarson1948LondonKúluvarp
Örn Clausen1948London100 m hlaup, tugþraut
Friðrik Guðmundsson1952HelsinkiKringlukast
Guðmundur Lárusson1952Helsinki400 og 800 m hlaup
Hörður Haraldsson1952Helsinki100 og 200 m hlaup
Ingi Þorsteinsson1952Helsinki110 m og 400 m  grindahlaup
Kristján Jóhannsson1952Helsinki5000 og 10000 m hlaup
Pétur Sigurðsson1952Helsinki100 m hlaup
Þorsteinn Löve1952HelsinkiKringlukast
Hilmar Þorbjörnsson1956, 1960Melbourne, Róm100 m hlaup
Vilhjálmur Einarsson1956, 1960Melbourne, RómÞrístökk
Björgvin Hólm1960RómTugþraut
Jón Pétursson1960RómHástökk 
Pétur Rögnvaldsson1960Róm110 m grindahlaup
Svavar Markússon1960Róm800 og 1500 m hlaup
Valbjörn Þorláksson1960, 1964, 1968Róm, Tókíó, MexíkóStangarstökk, tugþraut
Jón Þ. Ólafsson1964, 1968Tókíó, MexíkóHástökk 
Guðmundur Hermannsson1968MexíkóKúluvarp
Þorsteinn Þorsteinsson1972Munchen800 m hlaup 
Bjarni G. Stefánsson1972, 1976Munchen, Montreal100 og 400m hlaup 
Erlendur Valdimarsson1972MunchenKringlukast 
Lára Sveinsdóttir1972MunchenHástökk 
Ágúst Ásgeirsson1976Montreal1500 m og 3000 m hindrunarhlaup 
Elías Sveinsson1976MontrealTugþraut 
Hreinn Halldórsson1976, 1980Montreal, MoskvaKúluvarp 
Lilja Guðmundsdóttir1976Montreal800 og 1500m hlaup 
Óskar Jakobsson1976, 1980Montreal, MoskvaSpjótkast, kúluvarp, kringlukast 
Þórdís Lilja Gísladóttir1976, 1984Montreal, Los AngelesHástökk 
Jón Diðríksson1980Moskva800 og 1500 m hlaup 
Oddur Sigurðsson1980, 1984Moskva, Los Angeles100 og 400 m hlaup 
Einar Vilhjálmsson1984, 1988, 1992Los Angeles, Seul, BarcelonaSpjótkast 
Íris Grönfeldt1984, 1988Los Angeles, SeulSpjótkast 
Kristján Harðarson1984Los AngelesLangstökk 
Sigurður Einarsson1984, 1988, 1992Los Angeles, Seúl,  BarcelonaSpjótkast 
Vésteinn Hafsteinsson1984, 1988, 1992, 1996Los Angeles, Seúl, Barcelona, AtlantaKringlukast 
Eggert Ólafur Bogason1988SeulKringlukast 
Helga Halldórsdóttir1988Seul400 m grindahlaup 
Pétur Guðmundsson1988, 1992Seul, BarcelonaKúluvarp 
Guðrún Arnardóttir1996, 2000Atlanta, Sidney400m grindahlaup 
Jón Arnar Magnússon1996, 2000, 2004Atlanta, Sidney, AþenuTugþraut 
Magnús Aron Hallgrímsson2000SidneyKringlukast 
Þórey Edda Elísdóttir2000, 2004, 2008Sidney, Aþenu, BejingStangarstökk 
Martha Ernstdóttir2000SidneyMaraþon 
Vala Flosadóttir2000SidneyStangarstökk 
Ásdís Hjálmsdóttir2008, 2012, 2016Bejing, London, RíóSpjótkast 
Bergur Ingi Pétursson2008BejingSleggjukast 
Kári Steinn Karlsson2012LondonMaraþon 
Óðinn Björn Þorsteinsson2012LondonKúluvarp 
Aníta Hinriksdóttir2016Ríó800m hlaup 
Guðni Valur Guðnason2016, 2020Ríó, TókíóKringlukast 

Penni

2

min lestur

Deila

Ólympíufarar í frjálsum heiðraðir

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit