Óli Tómas með bætingu og besta tíma ársins í 200 m hlaupi

Óli Tómas Freysson úr FH hljóp í dag á 21,79 sek. á Amsterdam Open mótinu í Hollandi. Þetta er bæting hjá honum og besti tími Íslendings í ár. Sjálfur var hann búinn að hlaupa á 22,24 sek. á Meistaramótinu á Selfossi um síðustu helgi, sem var hans 3. besti árangur. Best átti hann 21,85 sek. frá árinu 2007. Ljóst er að Óli Tómas er að komast á gott skrið í hlaupunum.
 
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér:(http://www.phanos.org)

FRÍ Author