Öldungar sem hlutu viðurkenningar á Uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl. en á hátíðinni var veittur mikill fjöldi viðurkenninga. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim viðurkenningum sem veitt voru öldungum fyrir glæsilegan árangur á árinu sem er að líða og sl. 2-3 ár.
Bestu afrek í kvenna-og karlaflokkum árin 2016 og 2017:
– Besta afrek í kvennaflokkum eldri iðkenda  2017. 60 m hlaup innanhúss á 8,85 sek. Flokkur 50-54 ára. Anna Rappich, UFA.
– Besta afrek í karlaflokkum eldri iðkenda 2017. 60 m hlaup innanhúss á 8,00 sek. Flokkur 50-54 ára. Óskar Hlynsson, Fjölni.
-Besta afrek í kvennaflokkum eldri iðkenda 2016. 60 m hlaup innanhúss á 8,74 sek. Flokkur 50-54 ára. Anna Rappich, UFA.
– Besta afrek í karlaflokkum eldri iðkenda 2016. Sleggjukast (3,0 kg) utanhúss: 36,56 m. Flokkur 80-84 ára. Jón H. Magnússon, ÍR.
Við mat á bestu afrekunum var notast við reikniaðferð þar sem árangur er reiknaður sem hlutfall af ætluðu heimsmeti miðað við viðkomandi aldur og keppnisgrein. Reiknivél má finna hér:
Viðurkenningar fyrir verðlaun á Evrópu- og Heimsmeistaramótum, sem og Norðurlandameistaratitla í flokkum öldunga síðustu misserin:
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Brons í 4 km víðavangshlaupi í flokki 45-49 ára á EM eldri iðkenda utanhúss í Árósum 2017. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Brons í 1500 m hlaupi í flokki 55-59 ára á EM eldri iðkenda utanhúss í Árósum 2017. Hafsteinn Óskarsson ÍR.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Brons í stangarstökki í flokki 60-64 ára á HM eldri iðkenda innanhúss í Daegu 2017. Jón S. Ólafsson.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Norðurlandameistari í hástökki innanhúss í flokki 75-79 ára á NM eldri iðkenda í Huddinge 2017. Helgi Hólm ÍR.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Norðurlandameistari í stangarstökki innanhúss í flokki 60-64 ára á NM eldri iðkenda í Huddinge 2017. Jón S. Ólafsson Breiðablik.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Brons í stangarstökki í flokki 60-64 ára á HM eldri iðkenda utanhúss í Perth 2016. Jón S. Ólafsson Briðablik.
– Viðurkenning öldungaráðs FRÍ. Silfur í sleggjukasti (6,0 kg) og brons í lóðkasti (11,34 kg) í flokki 50-54 ára á HM eldri iðkenda utanhúss í Lyon 2015. Guðmundur Karlsson FH.
Á myndinni má sjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, afhenda Óskari Hlynssyni verðlaun fyrir besta afrek eldri iðkenda í karlaflokki 2017.
Á myndinni má sjá Lilju Alfreðsdóttur og Jón H. Magnússon sem hlaut verðlaun fyrir besta afrek eldri iðkenda í karlaflokki 2016.