Öflugur hópur keppenda á RIG leikunum

Búast má við mjög spennandi keppni í mörgum greinum auk þeirra sem fyrr eru taldar. Má þar t.d. nefna langstökk kvenna, en þar mæta til leiks þær Hafdís Sigurðardóttir HSÞ sem á mótsmetið 6,02 m, Sveinbjörg Zoponíasdóttir USÚ sem stökk best 6,10 m í fyrra og Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR sem er í mjög góðu formi núna.
 
Í 800 m hlaupi karla verður spennandi keppni milli bestu hlaupara síðasta árs þeirra Snorra Sigurðssonar ÍR, Bjartmars Örnusonar UFA og Ólafs Konráðs Albertssonar úr ÍR.
 
Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðuFRÍ (fri.is) en þar eru öll úrslit færð inn jafnóðum á Mótaforritinu.

FRÍ Author