Óðinn bloggar

Æfingarnar hjá mér hafa gengið vel í vetur og hef ég náð að styrkja mig vel í lyftingum og lofar það góðu fyrir sumarið. Ég hef verið að glíma við smá meiðsli í fingri á hægri hendi og hefur það verið að gera mér erfitt fyrir á kastæfingum. Þess vegna keppti ég lítið innanhúss í vetur en þetta lítur allt betur út núna og finn ég minna til í fingrinum.
 
Annars er ég bara á fullu í skólanum og hlakka til að fara út í æfingabúðir í Portugal yfir páskana og skipta aðeins um umhverfi. Mest hlakka ég til að byrja að kasta úti í hitanum.Sennilega keppi ég næst í mai ef allt gengur að óskum
 
þetta er mitt fyrsta blogg á ævinni og það verður ekki lengra núna – meira næst
 
Kveðja, Óðinn Björn
 
Er einhver að lesa þetta blogg ?

FRÍ Author