Óðinn Björn og Þórey Edda valin frjálsíþróttafólk ársins 2007

Helstu afrek þeirra á árinu:
 
Óðinn Björn Þorsteinsson, 26 ára.
Óðinn Björn varpaði kúlunni 19,24 metra á árinu og bætti sinn fyrri árangur um rúmlega einn metra frá árinu 2006. Þessi árangur Óðins er 56 sm frá lágmarki á Ólympíuleikanna í Peking á næsta ári.
Óðinn Björn er í 50. sæti á evrópulistanum og í 90. sæti á heimslistanum með þann árangur á árinu.
 
Þórey Edda Elísdóttir, 30 ára
Þórey Edda stökk 4,40 metra á móti í Þýskalandi í byrjun júní og náði með þeim árangri lágmarki fyrir Ólympíuleikanna í Peking, sem er 4,30 metrar.
Þórey er í 20. sæti á evrópulistanum og í 38. sæti á heimslistanum með þann árangur á árinu.
Þórey keppti á Heimsmeistaramótinu í Osaka í ágúst, þar sem hún stökk 4,35 metra.

FRÍ Author