Óðinn Björn og Kristinn keppa í París

Kristinn náði sínum besta árangri og þar með lágmarki á EM með því að stökkva 7,77 m í Bikarkeppni FRÍ 19. febr. sl., en hann átti best áður 7,57 m innanhúss frá RIG leikunum í janúar sl., og 7,60 m utanhúss frá Smáþjóðaleikunum í Kýpur 2009.
 
Óðinn Björn á bestan árangur 19,37 m utanhúss á Folksam stigamótaseríu sænska frjálsíþróttasambandsins frá því fyrra og 19,50 m frá því í fyrra innanhúss, en hann varpaði kúlunni 19,30 m á móti rétt fyrir áramótin síðustu.
 
Fararstjóri verður Helgi Þór Helgason en hann er einnig þjálfari Óðins Björns. Hann er með síman: 663-5736. Jónas Hlynur Hallgrímsson þjálfari FH verður einnig Kristni til aðstoðar. Sími hans er: 865-4118.
 
Hægt er að fylgjast með gangi mála á EM á heimasíðu EAA. Einnig verður fylgst með gangi mála á heimasíðu FRÍ.

FRÍ Author