Óðinn Björn með bætingu í kúluvarpi 19,37 m

Þessi árangur Óðins er bæting hans besta árangurs utanhúss um 13, cm, en hann kastaði 19,50 m innanhúss í vetur. Hans besti árangur fram til þessa utanhúss var 19,24 m frá 2007. Óðinn Björn er sem fyrr með 4. besta árangur frá upphafi í kúluvarpi. Föðurbróðir hans Óskar Jakobsson er næstur á undan honum með 20,61 m.
 
Kristín Birna hljóp 100 m grind á 14,02 sek. sem er 3. besti árangur hennar í þessari grein og sá besti í tvö ár. Meðvindur var innan marka og því árangurinn löglegur. Hún keppti einnig í 400 m grindarhlaupi og var í 2. sæti á 59,99 sek.
 
Úrslit mótsins í Eskilstuna er hægt að sjá hér:  www.windathletics.com/folksamchallenge2010etuna_resultat.html

FRÍ Author