Óðinn Björn kastaði 59,11m í kringlukasti

Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætti sinn besta árangur í kringlukasti á 9. Coca Cola móti FH í Kaplakrika á laugardaginn, þegar hann kastaði 59,11 metra, en hann átti best 57,88 metra frá árinu 2005. Óðinn hefur átt í vandamálum með að varpa kúlu vegna meiðsla í fingri og hefur því verið að kasta kringlu að undanförnu með góðum árangri. Þetta er sjötti besti árangur íslensks kringukastara frá upphafi.
Jón Bjarni Bragason Breiðabliki varð í öðru sæti í keppninni, kastaði 46,82 metra og Örn Davíðsson FH í þriðja sæti með 44,77 metra, sem er hans besti árangur í greininni.

FRÍ Author