Nýtt unglingamet í 200 m hjá Jóhanni Birni

Kolbeinn Höður varð í 2. sæti og veitti Jóhanni Birni góða keppni sem sýnilega var hvati fyrir Jóhann að gera enn betur. Tími Kolbeins Haðar var 21,59 sek. sem er ekki langt frá hans besta. Oddur Sigurðsson sá mikli hlaupari, átti metið sem Kolbeinn Höður bætti í fyrra. Þessi tveir hlauparar lofa því góðu í framtíðinni.
 
Þeir hlupu síðan á ágætum tíma í 100 m hlaupi, 10,82 sek. og 10,92 sek. Einar Daði Lárusson ÍR varð 3. á 11,19 sek.
 
Hafdís Sigurðardóttir UFA sigraði í 100 m hlaupi á 11,96 sek. 200 m á 24,34 sek., og í langstökki með 6,14 m. Einar Daði og Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki urðu í 1. og 2. sæti í 110 m grindarhlaupi á 14,65 og 16,75 sek. Einar Daði stökk síðann lengst allra í langstökki 6,97 m.
 
Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér.

FRÍ Author