Nýtt móts- og vallarmet í sleggjukasti kvenna

Sandra Pétursdóttir ÍR sigraði í fyrstu grein MÍ sem fram fer nú um helgina á Kópavogsvelli á nýjum meistaramótsmeti, 52,96 m. Árangur Söndru er jafnfram nýtt vallarmet á Kópavogsvelli.
 
Í 2. sæti var Aðalheiður María Vigfúsdóttir Breiðablik með 49,25 m og í þriðja sæti var Kristjbörg Helga Ingvarsdóttir með 45,70 m.
 
Öll úrslit eru birt jafnóðum í Mótaforriti FRÍ á heimasíðu FRÍ, www.fri.is

FRÍ Author