Nýtt met hjá Vigdísi

Kastsería Vigdísar var góð en hún átti 3 köst yfir fyrra meti sínu. Sería hennar var þannig: 54,96 m, 51,77 m, 57,18 m, 57,97m og 58,43 m sem var lengsta kast hennar. Þetta er fjórða met Vigdísar í greininni, en hún bætti það fyrst 6. apríl í fyrra, sjá afrekaskránna hér.
 
Vilhjálmur Árni Garðarsson FH bætti sinn persónulega árangur í sleggju og kastaði 55,91 m. Hann er í 8. sæti frá upphafi í greininni.
 
Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér.

FRÍ Author