Nýtt Íslandsmet hjá Vigdísi

Vigdís Jónsdóttir úr FH gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í gærkveldi á síðasta mótinu sem hún keppti á þetta árið. Vigdís kastaði sleggjunni 58,79 metra og bætti eigið met sem hún setti 15.júní um 23 sentímetra.  Hún náði metkastinu í sjöttu og síðustu tilraun á mótinu sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði. Innilega til hamingju Vigdís með þennan frábæra árangur!

FRÍ Author