Nýtt stúlknamet hjá Ernu Sóley

Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR stórbætti sig í kúluvarpi og bætti um leið aldursflokkamet 20-22 ára og eigið met í flokki stúlkna 18-19 ára. Kastið hennar var 15,64 metrar en fyrir átti hún 14,98 metra frá því á desember síðastliðnum. Erna Sóley stundar nám og æfingar við Rice University í Houston og var þetta hennar fyrsta mót í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá kastið hennar Ernu.