Nýtt Íslandsmet sett á fyrri keppnisdegi

Fyrri keppnisdegi á Evrópubikarkeppni landsliða lauk í gærkvöldi.

Dagurinn hófst með sleggjukasti karla þar sem Vilhjálmur Árni Garðarson FH keppti fyrir Íslands hönd. Vilhjálmur kastaði lengst 52,26 m og endaði í 12. sæti.

Hulda Þorsteinsdóttir ÍR keppti í stangarstökki kvenna. Hún stökk hæst 4,05 m og hafnaði í 3. sæti.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH stóð sig gríðarlega vel í 400 m grindahlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 57,00 sek og hafnaði í 2. sæti.

Kristinn Torfason FH keppti í langstökki karla. Hann stökk lengst 7,04 m og hafnaði í 11. sæti.

Ívar Kristinn Jasonarson ÍR keppti í 400 m grindahlaupi karla. Hann endaði í 10. sæti á tímanum 53,36 sek.

Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR keppti í kringlukasti kvenna. Hún kastaði lengst 48,32 m og hafnaði í 7. sæti.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR keppti í 100 m hlaupi kvenna. Hún hafnaði í 10. sæti á tímanum 11,91 sek.

Ari Bragi Kárason FH keppti í 100 m hlaupi karla. Hann hafnaði í 7. sæti á tímanum 10,54 sek.

Óðinn Björn Þorsetinsson ÍR keppti í kúluvarpi karla. Hann hafnaði í 8. sæti með 16,56 m kasti.

Kristinn Þór Kristinsson HSK keppti í 1500 m hlaupi karla. Hann hafnaði í 11. sæti á tímanum 3:56,35 mín.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR keppti í 400 m hlaupi kvenna. Hún hafnaði í 10. sæti á tímaum 56,65 sek.

Kormákur Ari Hafliðason FH keppti í 400m hlaupi karla. Hann hafnaði í 11. sæti á tímanum 48,78 sek.

Bjarki Rúnar Kristinsson Breiðabliki keppti í hástökki karla. Hann hafnaði í 11. sæti með 1,95 m stökki sem er persónuleg bæting hjá honum.

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppti í 3000 m hindrunarhlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 11:04,24 mín og hafnaði í 8. sæti.

Hlynur Andrésson ÍR keppti í 5000 m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 14:47,27 mín og hafnaði í 8. sæti.

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í spjótkasti kvenna. Hún kastaði lengst 60,67 m og hafnaði í 2. sæti.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni keppti í 3000 m hlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 9:59,49 og hafnaði í 11. sæti.

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í 800 m hlaupi kvenna. Hún sigraði í hlaupinu á tímanum 2:02,57 mín og var tæpri sekúndu á undan Bianka Keri frá Ungverjalandi.

Íslenska kvennasveitin í 4x100m hlaupi kvenna endaði 7. sæti á tímanum 46,06 sekúndum. Íslensku kvennasveitina skipuðu Andrea Torfadóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Tiana Ósk Whitworth.

Íslenska karlasveitin hafnaði í 4. sæti og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 4x100m hlaupi karla með því að hlaupa á tímanum 40,40 sekúndum. Var þetta bæting á Íslandsmetinu sem sett var í San Marínó fyrr í mánuðinum um 5/100 úr sekúndu. Íslensku karlasveitina skipuðu Björgvin Brynjarsson, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason.

Íslenska landsliðið situr í 11. sæti af 12 þátttökuþjóðum eftir fyrri keppnisdag. Íslenska liðið er með 106,5 stig og er Austurríki næsta lið fyrir ofan með 118,5 stig. Tvö neðstu lið keppninnar falla niður um deild og þarf íslenska liðið því að vinna sig upp um eitt sæti til þess að haldast í 2. deild.

Við óskum íslenska landsliðinu góðs gengis í dag!

ÁFRAM ÍSLAND!