Nýr úrvalshópur 2013-2014

Fyrsti hittingurinn er á dagskrá um mánaðarmótin október/nóvember. Þar munu þau fá dagskrá yfir veturinn og næstu árin. 
 
Af þessum 9 árgöngum þá er árgangurinn 1998 fjölmennastur eða með 33 einstaklinga (17 stelpur og 16 stráka), fámennasti árgangurinn er 1991 með aðeins einn ungkarl en enga ungkonu. Því miður er fækkunin hjá elsta hópnum mikil og sjá má að meðal 19-22 ára eru aðeins 10 einstaklingar af 91. Aðeins 11%. En við erum reyndar með mjög sterka einstaklinga þar á meðan sem eru að standa sig mjög vel og voru þau öll á stórmótum í sínum aldursflokki síðasta sumar. 
 
ÍR hefur flesta einstaklingana í hópnum eða samtals 19, það er um 21% af heildinni. Breiðablik kemur þar á eftir með 15 einstaklinga eða um 16% sem og FH sem er með 15 einstaklinga eða um 16%. Gaman er einnig að sjá að félög eins og HSS og HSH hefur einstakling inn í hópnum í ár og ÚÍA hefur 4 flotta einstaklinga. Gaman að sjá hvað landsbyggðarfélögin eru sterk. Reykjavíkurfélögin (ÍR, Afturelding, Fjölnir, Ármann, Breiðablik og FH) hafa 56 einstaklinga eða um 62% en landsbyggðin er með 35 einstaklinga sem gerir um 38%. Norðurlandið sjálft hefur í heildina 19 einstaklinga eða um 21%. Gott starf þar á síðustu árum að skila sér. 
 
Afrekshópurinn verður tilkynntur fljótlega. Það er hópur sem kominn er mun lengra en úrvalshópurinn. Þau sem ná lágmörkum í afrekshópinn (lágmörkin er einnig hægt að skoða hér á síðu FRÍ) eru við það að ná lágmörkum inn á stórmót eins og HM 17 eða 19 ára og yngri, EM 19 eða 22 ára og yngri eða fleiri mót sem eru fyrir 22 ára og yngri. Á næsta ári er t.d. framundan HM 19 ára og yngri, NM í fjölþrautum, NM 19 ára og yngri, NM 22 ára og yngri og Ólympíuleikar ungmenna. (keppni sem haldið er í annað skiptið, var síðast árið 2010 í Singapore, undankeppnin var haldin í Moskvu).
 
Lágmörk fyrir þessi mót er hægt að nálgast hjá verkefnastjóra, einnig koma þau á síðu FRÍ um leið og þau eru fullunnin. 

FRÍ Author